Orrustuhóll er óbrynnishólmi, sem stendur upp úr Skaftáreldahrauni austast á Síðu við Þverá, rétt sunnan þjóðvegarins. Munnmæli herma, að Hámundur halti hafi hefnt þar föður sins, Hróars Tungugoða.
Þjóðsaga segir frá tveimur ölduðum bændum af Síðu, sem hittust aldrei án þess að skattyrðast. Þeir dóu með skömmu millibili og voru báðir grafnir uppi á hólnum. Þeir, sem framhjá fóru, þóttust heyra þá við sama heygarðshornið í hólnum.
Núna liggur þjóðleiðin alllangt norðan hólsins, þannig að ganga verður spölkorn yfir úfið Brunahraunið til að komast að honum.