Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ölfusá

Ölfusá Jarðfræði Íslands

Ölfusá tekur við neðan ármóta Hvítár og Sogs. Hún er stutt, aðeins 25 km að sjó, en vatnsmesta á   landsins engu að síður. Hún rennur í gegnum Selfoss í bugðum, þar sem hún er allt að 25 m breið og 9 m djúp. Neðan Selfoss breikkar áin verulega, þegar hún losnar úr þrengslunum. Hún breikkar í 5 km í ósunum, sem eru meðal stærstu ósasvæða landsins. Sjávarfalla gætir í þeim allt að 10 km inn í land. Útfall Ölfusár er fremur mjótt milli sandrifjanna Óseyrarness að austan og Hafnarskeiðs að vestan. Þar var ósinn brúaður árið 1988 (360m). Brúin á Selfossi var fyrst byggð 1891. Hún hrundi undan tveimur vörubílum 1944 (mannbjörg varð) og önnur var byggð 1946 (132,25m).

Rennsli árinnar er mjög jafnt vegna mikils lindavatns, sem fellur til hennar (Sog, Brúará, Tungufljót o.fl.). Meðalrennslið við Selfoss er 373 m3/sek og vatnasvið árinnar er 5760 km2 (65 l/sek af km2). Stundum koma mikil flóð í ána á veturna. Þau eru hættulegust í hláku með miklu regni. Áin þverr stundum, þegar mikið frost bindur vatn þveránna og uppi á hálendinu.

Ölfusá er algerlega vaðlaus, þannig að fyrrum varð að sundríða hana eða nota ferjur (Kotferja, Kirkjuferja o.fl.). Á 19. öld voru ferjustaðir við Laugardæli og við Óseyrarnes. Kotferjuslysið 1627 er mesta ferjuslys hérlendis. Þá drukknuðu 10 manns.

Mikil laxveiði er í Ölfusá. Þar var bæði veitt á stöng og í lagnet, en árið 2007 var hætt að leggja lagnet til að auka stangveiði. Selir eru í ósunum og stöku dýr hafa sézt upp undir Faxa í Tungufljóti og Gullfossi í Hvítá. Í ofanverðum ósunum eru margar eyjar með varpi. Laugadælahólmi er merkasta eyjan, 20 km frá sjó. Síðustu aldirnar hefur æðarfugl orpið þar (árið 1961 = 330 hreiður), en minkur hefur eytt varpinu verulega.

Stefnt er að því að ný brú yfir Ölfusá verði tekin í notkun árið 2025
Brúin verður 330 m löng stagbrú með turni á Efri-Laugardælaeyju.

Myndasafn

Í grennd

Lengstu ár í km.
1. Þjórsá  2302. Jökulsá á Fjöllum  2063. Ölfusá/Hvíta  1854. Skjálfandafljót  1785. Jökulsá á Dal/Brú  1506. Lagarfljót …
Ölfusárbrú
Þekktasti maður í sambandi við Ölfusárbrúna var Tryggvi Gunnarsson. Hann lagði fram tilboð í brúarsmíðina og fékk verkið. Til liðs við sig fékk hann V…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )