Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ólafsvíkurkirkja

Ólafsvíkurkirkja er í Ólafsvíkurprestakalli í Snæfellsnes – og Dalaprófastsdæmi. Hún var vígð 19.  1967 og tekur 200 manns í sæti. Hákon Hertervig teiknaði hana og hún er prýdd steindum gluggum eftir Gerði Helgadóttur. Halldór Jónsson, útgerðarmaður, gaf pípuorgelið. Predikunarstóllinn er gjöf frá Gísla Jónssyni til Fróðárkirkju 1710 í minningu konu hans, Margrétar Magnúsdóttur. Aðrir góðir gripir núverandi kirkju eru líka úr Fróðárkirkju. Útkirkjur eru á Brimilsvöllum og Ingjaldshóli.

Fyrsta kirkjan var byggð á Snoppunni í Ólafsvík árið 1892 en áður lá sóknin til Fróðár. Sóknarbörnin, sem bjuggu austar í sókninni, voru mjög mótfallinn flutningi sóknarinnar til Ólafsvíkur.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Íslandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli. Á þessum vef fer skiptingin ekki eftir prófastsd…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )