Ólafsvíkurkirkja er í Ólafsvíkurprestakalli í Snæfellsnes – og Dalaprófastsdæmi. Hún var vígð 19. 1967 og tekur 200 manns í sæti. Hákon Hertervig teiknaði hana og hún er prýdd steindum gluggum eftir Gerði Helgadóttur. Halldór Jónsson, útgerðarmaður, gaf pípuorgelið. Predikunarstóllinn er gjöf frá Gísla Jónssyni til Fróðárkirkju 1710 í minningu konu hans, Margrétar Magnúsdóttur. Aðrir góðir gripir núverandi kirkju eru líka úr Fróðárkirkju. Útkirkjur eru á Brimilsvöllum og Ingjaldshóli.
Fyrsta kirkjan var byggð á Snoppunni í Ólafsvík árið 1892 en áður lá sóknin til Fróðár. Sóknarbörnin, sem bjuggu austar í sókninni, voru mjög mótfallinn flutningi sóknarinnar til Ólafsvíkur.