Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ofanleitiskirkja

Fyrsta kirkja sem reist var eftir kristnitökuna árið 1000 er talin hafa verið reist í Vestmannaeyjum. Það  þeir Hjalti Skeggjason og Gissur hvíti sem fluttu með sér kirkjuvið frá Noregi samkvæmt fyrirmælum Ólafs konungs Tryggvasonar. Sú kirkja var reist á Hörgseyri. Síðar voru reistar kirkjur á Kirkjubæ og Ofanleiti en árið 1573 er reist kirkja á Fornu-Löndum. Þar brenndu Tyrkir kirkju árið 1627 í ránsferðinni frægu.

Bygging kirkjunnar, sem nú stendur í Vestmannaeyjum, Landakirkju, hófst árið 1774. Var hún teiknuð af danska arkitektinum Georg David Anthon (1714-1780), sem talið er að hafi byggt Bessastaðakirkju. Talið er að smíði hennar hafi verið lokið árið 1778. Síðan hefur kirkjan tekið verulegum breytingum, ekki hvað síst við endurbygginguna 1856. Kirkjan er hlaðin úr grjóti. Í gólfið voru fluttir inn 11 þúsund Flensborgarmúrsteinar, sem átti að reisa á rönd í gólfinu og einnig átti að nota þá í upphækkun undir altari. Mikil breyting var gerð á kirkjunni 1955-59 – ekki sú fyrsta – þegar ný forkirkja var byggð ásamt turni. Árið 1978 var sett eirþak á kirkjuna.

Kirkjubær var einn sögufrægasti hluti Heimaeyjar. Á jörðinni stóðu átta bæir í manntali 1892. Þeir stóðu austan við byggðarkjarna Heimaeyjar og voru annað tveggja bæjarhverfa Vestmannaeyja ásamt Vilborgarstöðum. Bæirnir drógu nafn sitt af því að þar stóð kirkja, sem var reist 1269 og stóð til 1573. Þar var prestssetur fram til ársins 1837. Kirkjubær og öll aðliggjandi lönd fóru undir hraun í jarðeldunum 1973. Gosið hófst í landi Kirkjubæjar.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Suðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Akureyjarkirkja Árbæjarkirkja Ásólfsskálakirkja Ásólfsskáli Bræðratungukirkja …
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Vestmannaeyjar, Ferðast og Fræðast
Vestmannaeyjar - perlan í hafinu - eru eyjaklasi suður af landinu. Eyjarnar eru 15 eða 16. Surtsey er syðst en Elliðaey nyrzt. Surtsey varð til i mik…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )