Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Norðurá – Floðatángi

Neðst í Norðurá er tveggja stanga siglungsveiðisvæði, sem heitir Flóðatangi. Þar er nokkuð af  staðbundnum silungi, urriða og bleikju, og einnig er von um að ná í lax, því að 1-5 koma á land á hverju sumri. Á þessu svæði eru nokkrir fornfrægir veiðistaðir eins og Kastalahylur.

Þetta svæði er mjög aðgengilegt, þar sem þjóðvegur nr. 1 liggur nærri ánni, Stafholtstungnabraut liggur yfir ána skammt ofan ármótanna við Hvítá. Það er á almanna vitorði, að Norðurá er oftast meðal 10  laxveiðáa landsins og umhverfi hennar ofan Flóðatanga í Grábrókarhrauni er mjög fagurt.

 

Myndasafn

Í grennd

Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )