Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Neðstikaupstaður

Ísafjörður á sér langa sögu sem miðstöð verzlunar við Ísafjarðardjúp. Fyrst í stað reis þó ekki fastur  verzlunarstaður á Eyrinni, fremur en annars staðar á landinu, heldur komu kaupmenn með varning sinn á sumrin, slógu upp tjöldum og höndluðu meðan kauptíð stóð. Eftir að verzlun Íslendinga sjálfra og Norðmanna lagðist niður, tóku Englendingar og Þjóðverjar við.

Elzta heimild um verzlunarhús á Skutulsfjarðareyri segir frá búð Hansakaupmanna árið 1569. Með tilskipun 1602 setti Kristján IV, Danakonungur á fót einokun danskra kaupmanna á Íslandi. Ætlað er, að hinir dönsku kaupmenn hafi tekið til sinna nota eignir Hansafkaupmanna og reist ný hús, þegar hin eldri úreltust. Hús einokurnarverzlunar í Neðstakaupstað voru öll reist á seinni hluta einokunartímabilsins.

Krambúð er elzt, byggð 1757. Hún var sölubúð fram á fyrri hluta 20. aldar, þegar hún var gerð að íbúðarhúsnæði.

Faktorshús var reist 1765 sem íbúðarhús verzlunarstjórans. Fram að því höfðu þeir sjaldnast haft hér vetursetu.

Tjöruhús var byggt árið 1782 sem vörugeymslu fyrir búðina.

Turnhús var svo reist árið 1875, bjálkabyggt líkt og tjöruhúsið. Það var geymsla og fiskverkunarhús og nýtt sem slíkt langt fram á 20. öldina.

Myndasafn

Í grennd

Ísafjörður
Ísafjörður, sem stendur við Skutulsfjörð, hét að fornu Eyrarhreppur, en var einnig áður nefndur Eyri. Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður me…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )