Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Narfeyrarkirkja

Narfeyrarkirkja er í Stykkishólmsprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Bærinn og  Narfeyri er vestastur bæja á Skógarströnd, rétt austan Álftafjarðar. Þar hét áður Geirröðareyri eftir fyrsta landnámsmanninum þar. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar heilögum Nikulási.

Á Narfeyri var eina kirkjan á Skógarströnd til ársins 1563, þegar kirkja var reist á Breiðabólstað Narfeyrarkirkja var útkirkja frá Breiðabólsstað frá 1563, unz Stykkishólmsprestakall tók við 1970. Núna stendur lítil timburkirkja á Narfeyri. Ofsaveður feykti henni af grunninum 1867, en hún var endurbyggð á sama stað og endurvígð 19. nóvember 1867. Margt gamalla og góðra gripa er í kirkjunni.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Íslandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli. Á þessum vef fer skiptingin ekki eftir prófastsd…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )