Narfeyrarkirkja er í Stykkishólmsprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Bærinn og Narfeyri er vestastur bæja á Skógarströnd, rétt austan Álftafjarðar. Þar hét áður Geirröðareyri eftir fyrsta landnámsmanninum þar. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar heilögum Nikulási.
Á Narfeyri var eina kirkjan á Skógarströnd til ársins 1563, þegar kirkja var reist á Breiðabólstað Narfeyrarkirkja var útkirkja frá Breiðabólsstað frá 1563, unz Stykkishólmsprestakall tók við 1970. Núna stendur lítil timburkirkja á Narfeyri. Ofsaveður feykti henni af grunninum 1867, en hún var endurbyggð á sama stað og endurvígð 19. nóvember 1867. Margt gamalla og góðra gripa er í kirkjunni.