Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Minjagarðurinn við Hofsstaði

Minjagarðurinn við Hofsstaði Garðabæ

Reisulegur skáli, híbýli fornmanna, stóð á Hofsstöðum frá landnámsöld (870-930) og fram á 12. öld. Í  minjagarðinum eru einar merkustu minjar frá landnámsöld sem fundist hafa hér á landi. Minjagarðurinn gefur vísbendingu um hvernig var umhorfs á þessum stað á víkingaöld. Torfveggir sýna ytri mörk skálans á síðasta byggingarskeiði hans og leifar af stóru gerði voru látnar halda sér. Fornleifarnar fundust fyrir tilviljun við jarðrask árið 1986, en bæjar á þessum stað er ekki getið í ritheimildum fyrr en seint á 14. öld. Fornleifarannsókn á Hofsstöðum fór fram á vegum Þjóðminjasafns Íslands og Garðabæjar á árabilinu 1994 til 2000. Við minjarnar er hægt að skoða fróðlegt og skemmtilegt margmiðlunarefni sem sýnir líf og störf fyrstu íbúa Hofsstaða. Árið 2004 fékk minjagarðurinn norræn verðlaun fyrir notkun stafrænnar tækni í safnastarfi.

Þegar ljóst var hversu merkar fornminjarnar á Hofsstöðum eru ákvað bæjarstjórn Garðabæjar að þær skyldu varðveittar og umhverfi þeirra gert aðlaðandi og aðgengilegt almenningi.

Minjarnar eru aðgengilegar í minjagarði sem er við hliðina á lóð Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkjulundi í Garðabæ.

Alltaf opinn
Aðgangur ókeypis
9 km frá miðbæ Reykjavíkur

Kirkjulundur
210 Garðabær
Sími: 525 8500

Myndasafn

Í grennd

Garðabær
Þingvellir 49 km, Selfoss 57 km, <Garðabær> Borgarnes 74 km, Keflavík 54 km, Grindavík 52 km. Garðabær, áður Garðahreppur, fékk kaupstaðarrét…
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Akurey Alþingishúsið Bessastaðakirkja Bessastaðir – Álftanes …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )