Miðhúsavatn er í Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi. Það er 1,8 km², dýpst 2 m og í 1 m hæð yfir sjó. Langt rif er milli vatnsins og sjávar. Til Miðhúsavatns dragast nokkrir smálækir, Hamraendalækur, Hraunlækur og Grafará. Frárennsli þess er um Grafarós. Í vatninu er sjóbirtingur. Það þykir sumarfagurt við Miðhúsavatn og grónir hraunbollar eru vinsælir næturstaðir.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 230 km og 116 frá Borgarnesi.