Miðhúsavatn er í Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi. Það er 1,8 km², dýpst 2 m og í 1 m hæð yfir sjó. Langt  rif er milli vatnsins og sjávar. Til Miðhúsavatns dragast nokkrir smálækir, Hamraendalækur, Hraunlækur og Grafará. Frárennsli þess er um Grafarós. Í vatninu er sjóbirtingur. Það þykir sumarfagurt við Miðhúsavatn og grónir hraunbollar eru vinsælir næturstaðir.
  rif er milli vatnsins og sjávar. Til Miðhúsavatns dragast nokkrir smálækir, Hamraendalækur, Hraunlækur og Grafará. Frárennsli þess er um Grafarós. Í vatninu er sjóbirtingur. Það þykir sumarfagurt við Miðhúsavatn og grónir hraunbollar eru vinsælir næturstaðir.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 230 km og 116 frá Borgarnesi.
 
				 
															 
				
									