Miðfjarðarvatn er allstórt en grunnt stöðuvatn í miðjum Línakradal. Þar voru haldnir knattleikar á veturna á ísi til forna. Samkvæmt Grettlu sóttu þangað Miðfirðingar, Vatnsnesingar og Víðdælir. Einhver silungur er í vatninu, en ekki fer mikið fyrir því sem vænlegum veiðikosti. Vegalengdin frá Reykjavík er 198 km og 10 km frá Hvammstanga.