Þetta er tveggja til þriggja stanga miðlungsá við Bakkafjörð. Við hana er veiðihús, þar sem veiðimenn annast um sig sjálfir. Áin er á yztu mörkum laxagangna, þannig að heildaraflinn er mismunandi og fer eftir duttlungum náttúrunnar.
Þegar vel árar, skilar áin upp undir 250 löxum en aðeins 40 – 50 í slöku árferði. Stundum líða margir dagar milli veiðidaga, þannig að veiðimöguleikar eru allgóðir, þegar einhver kemur með stöngina sína. Ágjætis sjóbleikjuveiði er í ánni og er meðalviktin í góðu meðallagi og veiðast oft bleikjur 3-5 pund.