Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Miðfjarðará á Austurlandi

Veiði á Íslandi

Þetta er tveggja til þriggja stanga miðlungsá við Bakkafjörð. Við hana er veiðihús, þar sem veiðimenn  annast um sig sjálfir. Áin er á yztu mörkum laxagangna, þannig að heildaraflinn er mismunandi og fer eftir duttlungum náttúrunnar.

Þegar vel árar, skilar áin upp undir 250 löxum en aðeins 40 – 50 í slöku árferði. Stundum líða margir dagar milli veiðidaga, þannig að veiðimöguleikar eru allgóðir, þegar einhver kemur með stöngina sína. Ágjætis sjóbleikjuveiði er í ánni og er meðalviktin í góðu meðallagi og veiðast oft bleikjur 3-5 pund.

Það er önnur Miðfjarðará sem er á Norðurlandi

Myndasafn

Í grennd

Austurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Jökulsárlóni að Bakkafirði. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið neðan v…
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )