Selvatn, Rangatjarnir, Álftavatn, Skjaldbreiðarvatn, Heytjörn og Urriðavatn eru almennt nefnd . Veiðileyfi eru seld að Mallandi. Þau gefa vænan fisk, urriða og bleikju, allt að 4 pundum. Veiðitíminn er allur sólarhringurinn frá byrjun júní fram í ágúst. Náttúra Skaga, fuglalíf og áhugaverðir staðir, eru ókeypis bónus. Vegspottarnir að vötnunum eru fólksbílafærir.
Félagsheimilið Skagasel býður gistingu á sumrin. Stuttar leiðir eru til annarra gististaða á Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki.