Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Lónsá

lonsa

Þessi á á norðvestanverðu Langanesi er í u.þ.b. 10 mínútna akstursfjarlægð frá Þórshöfn. Hún er veidd   með fjórum stöngum og vænn birtingur eða sjóbleikja dregin á land. Ósinn er fremur lítill en gjöfull og ofan hans rennur áin um engjar og tún á tveggja kílómetra kafla.

Fuglalíf er áhugavert og umhverfið er vel fallið til skemmtilegra gönguferða. Veiðimönnum er heimilt að taka út veiðistundirnar 12 hvenær sem er sólarhringsins, þannig að þeir geta notið ógleymanlegrar stemmningar miðnætursólarinnar, ef þeir kjósa.

Fjórar stangir eru leyfðar á tveimur veiðisvæðum ofan og neðan sjávarlóns.

 

 

Myndasafn

Í grennd

Langanes
Langanes er stór skagi austan Þistilfjarðar, allbreiður vestast en mjókkar út í örmjóan, 50-70 m  háanaustast, þar sem heitir Fontur. Norðan í bja…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Þórshöfn
Þórshöfn á Langanesi fékk, eins og Raufarhöfn, löggildingu sem verzlunarstaður árið 1836. Gott skipalægi er þar frá náttúrunnar hendi og byggist atvin…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )