Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ljárskógavötn

Ljárskógavötn á Hólmavatnsheiði í Laxárdalshreppi í Dölum eru: Krossaxlarvatn, Fremstavatn, Miðvatn   og Neðstavatn. Neðstavatn er í 142 m hæð yfir sjó og 0,48 km². Miðvatn er í 165 m hæð yfir sjó og 0,36 km².

Fremstavatn er minnst. Skammt er á milli vatnanna, sem Þverá tengir og rennur síðast úr Neðstavatni í Fáskrúð. Veiðin er urriði og bleikja og fiskurinn er vænn. Fremur lítið er veitt á stöng í vötnunum. Fjöldi stanga er ekki takmarkaður. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 166 km um Hvalfjarðargöng og 29 km frá Búðardal.

Myndasafn

Í grennd

Búðardalur
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhúsið var reist í Búðardal…
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )