Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Litla-Hraun

Litla-Hraun var hjáleiga frá Hrauni. Vinnuhælið var byggt í landi Háeyrar 1919 sem sjúkrahús fyrir   Suðurland. Árið 1929 var því breytt í vinnuhæli og jarðirnar Litla- og Stóra-Hraun lagðar til þess. „Gestir” vinnuhælisins stunduðu bústörf þar til 1970. Fimm árum síðar tók Búnaðarfélagið jarðirnar á leigu og rak þar stóðhestaeldi. Löngum hefur verið stunduð járnsmíði og framleiðsla hluta úr steinsteypu á vinnuhælinu.

Tveggja hæða viðbygging var reist austan gamla hússins 1972 og önnur vestan við það árið 1980. Nýjasta viðbyggingin með turninum var vígð 24. okt. 1995. Þetta fangelsi getur hýst 87 fanga. Guðjón Samúelsson teiknaði elzta húsið, húsameistari ríkisins viðbyggingarnar og arkitektastofa Finns og Hilmars nýjustu bygginguna.

Myndasafn

Í grennd

Kaldaðarnes
Kaldadarnes Ferðavísir Selfoss 7 km < -Kaldadarnes- > Eyrarbakki  14 km | Þorlakshofn 28 km Kaldaðarnes er og var stórbýli austan Ölfusár í…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )