Sími: 462-1610 / 861-1610
leifsstadir@sveit.is
9 holur, par 3
Leifsstaðir eru í Vaðlaheiðinni, aðeins 3 km frá Akureyri (#829). Þar er 9 holu, par 3, golfvöllur, sem var opnaður 29. júlí 2005.
Velja má um margar gönguleiðir frá Leifsstöðum, nokkrum gömlum þjóðleiðum yfir Vaðlaheiði og tveimur leiðum um láglendi við botn Eyjafjarðar. Stutt er í veiði í Eyjarfjarðará sem rennur norður eftir Eyjafjarðardal, Upptökin eru suður í botni dalsins, og koma þar saman margir lækir úr fjöllunum í kring og bera sumir árheiti.