Forn þjóðleið Leggjabrjótur
Leggjabrjótur er milli Hvalfjarðar og Þingvalla.
Leggjabrjótur er forn þjóðleið frá Stóra-Botni í Botnsdal í Hvalfirði, yfir Leggjabrjót sem liggur meðfram Botnssúlum, niður Öxarárdal og að Svartagili í Þingvallasveit.
Fjölbreytt landslag einkennir þessa göngu sem og útsýni yfir Hvalfjörðinn og Botnsdalinn, sem skartar Glymi, einum fallegasta fossi landsins, og Þingvelli þar sem gangan endar.
Gönguleiðin er alls um 17,5 km og hækkun upp í 496 m hæð með alls hækkun upp á 489 m og lækkun alls um 590 m miðað við 163 m upphafshæð og 52 m endahæð.