Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laxárvatn og Nesvötn Skaga

Veiði á Íslandi

Laxárvatn og Nesvötn eru í Skagahreppi í A-Húnavatnssýslu. Laxárvatn er 0,28 km², dýpst 3-4 m og í 32   m hæð yfir sjó. Laxá rennur í gegnum það og til sjávar rétt norðan bæjarsins Saura, sem frægur er úr sögunni. Akfært er að vatninu og sæmilegur vegur til Klittaréttar norðan þess, sem er löngu aflögð. Þar eru bæði bleikja og urriði og lítið eitt af laxi.

Nesvötn eru 0,35 km², 3-4 m djúp og í 40 m hæð yfir sjó. Klittalækur rennur úr því til Laxárvatns, 500 m leið. Í vatninu er urriði og bleikja, 1-3 pund.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 280 km og 16 km frá Skagaströnd

 

Myndasafn

Í grennd

Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Vötn á Skaga
Víða um land eru staðir og svæði utan alfaraleiðar, sem fáir hafa heimsótt - ekki nennt að leggja lykkju á sína. Þeir, sem ætla að kynnast landinu sí…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )