Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laxárvatn í Laxárdal

Veiði á Íslandi

Laxárvatn í Laxárdal í Dölum er ekki nema 600 x 700 m að stærð og hluti af Laxá í Dölum á þar upptök    sín. Vatnið er í 150 m hæð yfir sjó.

Veiðileyfin gilda í öllu vatninu og fjöldi þeirra er ekki takmarkaður. Þar er hægt að krækja í urriða og þeir eru oftast 1-4 pund. Til að komast að vatninu er best að ganga u.þ.b. 500 m frá vegi nr. 59.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 181 km. um Hvalfjarðargöng og 29 km frá Búðardal.

 

Myndasafn

Í grennd

Búðardalur
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhúsið var reist í Búðardal…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )