Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laxamýri

Laxamýri er við austanverða Laxá og ósa hennar, nyrzt í Reykjahverfi. Rétt við bæinn eru ármót  Mýrarkvíslar og Laxár í Aðaldal. Tungan á milli ánna kallast Heiðarendi Hvammsheiðar. Jörðin telst til mestu laxveiðijarða landsins og þarna hefur löngum verið stórbýli.

Jóhann Sigurjónsson (1880-1919), skáld fæddist að Laxamýri. Hann bjó að mestu í Danmörku og notaði bæði tungumálin til að rita verk sín. Kunnustu leikrit hans eru „Fjalla-Eyvindur” (1912) og „Galdra-Loftur” (1915). Hann er einnig kunnur fyrir ljóð sín. Minnisvarði hans við Laxamýri var afhjúpaður á aldarafmæli skáldsins.

Æðarfossar eru norðvestan Laxamýrar og vegur liggur frá bænum að Ærvíkurbjargi í Laxamýrarleiti. Þaðan er fagurt útsýni í góðu veðri.

Myndasafn

Í grend

Aðaldalur
Aðaldalur nær yfir mestan hluta láglendisins suður af Skjálfandaflóa alla leið vestur að Skjálfandafljóti   og heiðarinnar norður af Fljótsheiði, þar …
Húsavík
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og…
Laxá í Aðaldal
Næst mesta bergvatn Íslands og ein þekktasta laxveiðiáin. Kemur upp í Mývatni og fellur til Skjálfanda. stanga veiðir daglangt í ánni, en hefur þó fæk…
Sögustaðir Norðurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )