Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laxamýri

Laxamýri er við austanverða Laxá og ósa hennar, nyrzt í Reykjahverfi. Rétt við bæinn eru ármót  Mýrarkvíslar og Laxár í Aðaldal. Tungan á milli ánna kallast Heiðarendi Hvammsheiðar. Jörðin telst til mestu laxveiðijarða landsins og þarna hefur löngum verið stórbýli.

Jóhann Sigurjónsson (1880-1919), skáld fæddist að Laxamýri. Hann bjó að mestu í Danmörku og notaði bæði tungumálin til að rita verk sín. Kunnustu leikrit hans eru „Fjalla-Eyvindur” (1912) og „Galdra-Loftur” (1915). Hann er einnig kunnur fyrir ljóð sín. Minnisvarði hans við Laxamýri var afhjúpaður á aldarafmæli skáldsins.

Æðarfossar eru norðvestan Laxamýrar og vegur liggur frá bænum að Ærvíkurbjargi í Laxamýrarleiti. Þaðan er fagurt útsýni í góðu veðri.

Myndasafn

Í grennd

Aðaldalur
Aðaldalur nær yfir mestan hluta láglendisins suður af Skjálfandaflóa alla leið vestur að Skjálfandafljóti   og heiðarinnar norður af Fljótsheiði, þar …
Húsavík
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og…
Laxá í Aðaldal
Næst mesta bergvatn Íslands og ein þekktasta laxveiðiáin. Kemur upp í Mývatni og fellur til Skjálfanda. stanga veiðir daglangt í ánni, en hefur þó fæk…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )