Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laxá og Kráká

Veiði á Íslandi

Efri hluti veiðisvæðis Laxár og Krákár er í Skútustaðahreppi, Mývatnssveit, Suður-Þingeyjarsýslu. Kráká á upptök sín norðaustan Svartárvatns í Bárðardal, og fellur í Laxá neðan Mývatns. Kráká er um 28 km löng með mörgum góðum veiðistöðum. Hún er veidd með fjórum stöngum á dag. Laxá kemur úr Mývatni og er efra veiðisvæðið um 13 km. langt. Laxá streymir fyrst í mörgum kvíslum, milli hólma, sem vaxnir eru grózkumiklum gróðri og blómskrúði. Laxá og umhverfi hennar er með eindæmum fagurt. Í ánni er nær eingöngu vænn urriði að meðalstærð 2 pund og veiðast stundum fiskar yfir 10 pund. Laxá er af mörgum talin bezta urriðasvæði landsins og jafnvel með því besta í heimi. Veitt er með 24 stöngum á urriðasvæðinu. Veiðihús með góðri þjónustu er við Rauðhóla.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 468 km og u.þ.b. 80 km frá Akureyri.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )