Laxárstöð III er yngsta aflstöðin í Laxá. Hvelfing sem hýsir vélasamstæðu stöðvarinnar var upphaflega hönnuð fyrir tvær 25 MW vatnsvélar. Var þá miðað við 56 m háa stíflu ofar í gljúfrinu og að heildarfallhæðin yrði 83 m. Þessari áætlun var harðlega mótmælt af Þingeyingum og lyktir urðu að Laxárstöð III var vígð árið 1973 með einum hverfli í stað tveggja og frekari áform á svæðinu lögð til hliðar.