Kemur upp í vötnum og mýrardrögum á Laxárdalsheiði. Fellur í Hvammsfjarðarbotn og er ein af laxveiðiám landins. Hún er veidd með 6 til 8 dagstöngum og hefur gefið allt að 1800 laxa á sumri. Það hefur þó ekki verið vaninn síðustu ár. Þó náði áin rétt yfir 1.000 löxum 1996 og eitthvað um 700 löxum 1997. Árnar í Dölum hafa allar verið í lægð síðustu ár, bæði vegna óhagstæðs árferðis og einnig vegna hömlulausra sjávarveiða hafbeitarstöðvar í Hraunsfirði. Þetta ku standa til bóta. Laxá er annars afar viðkvæm fyrir þurrkum og verður oft og iðulega mjög vatnslítil.