Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laxá í Aðaldal

Veiði á Íslandi

Næst mesta bergvatn Íslands og ein þekktasta laxveiðiáin. Kemur upp í Mývatni og fellur til Skjálfanda. stanga veiðir daglangt í ánni, en hefur þó fækkað síðustu sumur, er landeigendur og leigutakar brugðust við minnkandi veiði. Laxárfélagið er með ýmsar jarðir á leigu, m.a. hin gjöfulu Laxamýrar- og Hólmavaðssvæði. Bændur í Nesi selja sjálfir fyrir sínum löndum og Núpum og Kili í miðánni.

Efst eru síðan svæði í sérleigu, Staðartorfa og Múlatorfa. Veiði er yfirleitt mikil í tölum talið, hún hefur hrapað niður í 1.000 stykki síðustu árin, en er nú aftur á uppleið. Meðalveiði á stöng er hins vegar ekki sérlega mikil miðað við aðrar ár hér á landi í fremstu röð. Kemur þar m.a. til að áin er vatnsmikil og vandveidd. Veiðihús eru við ána í Nesi og á Laxamýri. Mikill urriði er einnig í Laxá, sérstaklega á efstu svæðunum fyrir neðan Brúar. Ofan Brúar er aðeins urriði og sem kunnugt er eitt mesta urriðasvæði veraldar.
Laxá í Aðaldal er 13. lengsta á landsins 93 km.

Myndasafn

Í grennd

Aðaldalur
Aðaldalur nær yfir mestan hluta láglendisins suður af Skjálfandaflóa alla leið vestur að Skjálfandafljóti   og heiðarinnar norður af Fljótsheiði, þar …
Húsavík
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og…
Lengstu ár í km.
1. Þjórsá  2302. Jökulsá á Fjöllum  2063. Ölfusá/Hvíta  1854. Skjálfandafljót  1785. Jökulsá á Dal/Brú  1506. Lagarfljót …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )