Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laxá í Aðaldal

Veiði á Íslandi

Næst mesta bergvatn Íslands og ein þekktasta laxveiðiáin. Kemur upp í Mývatni og fellur til Skjálfanda. stanga veiðir daglangt í ánni, en hefur þó fækkað síðustu sumur, er landeigendur og leigutakar brugðust við minnkandi veiði. Laxárfélagið er með ýmsar jarðir á leigu, m.a. hin gjöfulu Laxamýrar- og Hólmavaðssvæði. Bændur í Nesi selja sjálfir fyrir sínum löndum og Núpum og Kili í miðánni.

Efst eru síðan svæði í sérleigu, Staðartorfa og Múlatorfa. Veiði er yfirleitt mikil í tölum talið, hún hefur hrapað niður í 1.000 stykki síðustu árin, en er nú aftur á uppleið. Meðalveiði á stöng er hins vegar ekki sérlega mikil miðað við aðrar ár hér á landi í fremstu röð. Kemur þar m.a. til að áin er vatnsmikil og vandveidd. Veiðihús eru við ána í Nesi og á Laxamýri. Mikill urriði er einnig í Laxá, sérstaklega á efstu svæðunum fyrir neðan Brúar. Ofan Brúar er aðeins urriði og sem kunnugt er eitt mesta urriðasvæði veraldar.
Laxá í Aðaldal er 13. lengsta á landsins 93 km.

Lengstu ár landsins

Myndasafn

Í grennd

Aðaldalur
Aðaldalur Ferðavísir <-Adaldalur ->Laxa i Adaldalur – LAXA in ADALDALUR VALLEY Aðaldalur nær yfir mestan hluta láglendisins suður af Skjálf…
Húsavík
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og…
Lengstu ár í km.
1. Þjórsá  2302. Jökulsá á Fjöllum  2063. Ölfusá/Hvíta  1854. Skjálfandafljót  1785. Jökulsá á Dal/Brú  1506. Lagarfljót …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )