Næst mesta bergvatn Íslands og ein þekktasta laxveiðiáin. Kemur upp í Mývatni og fellur til Skjálfanda. stanga veiðir daglangt í ánni, en hefur þó fækkað síðustu sumur, er landeigendur og leigutakar brugðust við minnkandi veiði. Laxárfélagið er með ýmsar jarðir á leigu, m.a. hin gjöfulu Laxamýrar- og Hólmavaðssvæði. Bændur í Nesi selja sjálfir fyrir sínum löndum og Núpum og Kili í miðánni.
Efst eru síðan svæði í sérleigu, Staðartorfa og Múlatorfa. Veiði er yfirleitt mikil í tölum talið, hún hefur hrapað niður í 1.000 stykki síðustu árin, en er nú aftur á uppleið. Meðalveiði á stöng er hins vegar ekki sérlega mikil miðað við aðrar ár hér á landi í fremstu röð. Kemur þar m.a. til að áin er vatnsmikil og vandveidd. Veiðihús eru við ána í Nesi og á Laxamýri. Mikill urriði er einnig í Laxá, sérstaklega á efstu svæðunum fyrir neðan Brúar. Ofan Brúar er aðeins urriði og sem kunnugt er eitt mesta urriðasvæði veraldar.
Laxá í Aðaldal er 13. lengsta á landsins 93 km.