Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laxá – Brúará – Djúpá

Laxá er í Skaftárhreppi, V.-Skaftafellssýslu. Hún er silfurtær, stutt að komin og fellur um fagurt umhverfi, þar sem skiptist á klettar og gróið land.

Hringvegur nr. 1 liggur yfir ána neðanverða. Brúará er í Hörgslandshreppi og er lengra að komin en Laxá. Umhverfið er margbreytilegt, gróið að mestu. Hringvegur nr. 1 fer yfir ána neðarlega. Brúará liggur til jarðanna Kálfafellskots og Maríubakka. Bæði Laxá og Brúará renna í Djúpá. Veiðin er allvænn sjóbirtingur.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 300 km og u.þ.b. 27 km frá Klaustri.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjubæjarklaustur
Kirkjubæjarklaustur á Síðu hét áður Kirkjubær og var þar löngum stórbýlt og má segja að svo sé enn. Kauptún hefur myndazt þar og nefnt í daglegu tali …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )