Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laugardalurinn

Reykjavík

Árið 1871 kom Sigurður Guðmundsson, listmálari, fram með þá hugmynd, að gera Laugardalinn að íþrótta- og útivistarsvæði fyrir höfuðborgarbúa. Hann áleit dalinn mjög vel fallinn til skógræktar og ræktunar skrautblóma og sá fyrir sér fólk í skemmtigöngum og hvíldarstaði í fallegum rjóðrum. Hann var kjörinn í byggingarnefnd borgarinnar árið 1869. Hugmyndir hans lágu í þagnargildi til ársins 1943, þegar borgarráð samþykkti að hrinda þeim í framkvæmd. Mýrin í dalnum var ræst fram árið 1946. Eiríkur Hjartarson, rafvirki, hafði byggt sér einbýlishús í dalnum árið 1929 og nefnt það Laugardalur, sem varð síðan nafnið á dalnum. Hann var ákafur skógræktarmaður og gróðursetti fjölda trjáa vestan núverandi legu grasagarðsins. Þar eru mörg hæstu trjáa borgarinnar nú. Borgin keypti lundinn árið 1955 og miklu hefur verið aukið við hann síðan.

GRASAGARÐURINN
Grasagarðurinn Laugardal enginn, sem hefur áhuga á grasafræði, ætti að láta þennan garð fram hjá sér fara. Hann var stofnaður 18. ágúst 1961. Garðurinn er einn af u.þ.b. 1500 grasagarða og trjásafna, sem eru starfandi í heiminum. Sameiginlegur tilgangur þeirra er að fræða um og efla skilning á mikilvægi gróðurs og varðveita plöntur og plöntusöfn, ekki sízt þær plöntur, sem eru í útrýmingarhættu.

HLAUPABRAUTIR
Það er hollt að hlaupa og ganga, sýna sig og sjá aðra. Upphaf hlaupabrautanna er við sundlaugina og skautahöllina. Hlauparar nota oft aðstöðuna þar til að skipta um föt á sumrin. Brautirnar eru tveggja til tíu kílómetra langar og greinilega merktar, þannig að auðvelt er að fylgjast með vegalengdum og bættum árangri hverju sinni.

PÚTTVÖLLURINN
Púttvöllurinn er rétt hjá gervigrasvellinum. Þar getur fólk æft sig í pútti og komizt að því hvaða hæfileikum það er búið á þessu sviði. Kylfur og kúlur fást lánaðar í þjónustumiðstöðinni við gervigrasvöllinn.

SUNDLAUGIN
Sundlaugin er hin stærsta í landinu. Aðstaðan er góð fyrir alla aldurshópa, hvort sem þeir eru að æfingum, leik, eða í afslöppun. Þarna er sérstök laug fyrir börn og 80 m löng vatnsrennibraut. Á góðviðrisdögum eru tekin fram alls konar leikföng fyrir börnin. Auk framangreinds eru boðin leirböð, gufubað, æfingartæki, sólarlampar og nudd.

Utan við innganginn að Laugum afhjúpaði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verkið Lífssúluna eftir Sigurð Guðmundsson 15. júní 2007.

ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN
Íþróttamiðstöðin er rétt vestan íþróttahallarinnar. Þar eru skrifstofur ÍSÍ, ÍBR, UMSK og annarra samtaka innan ÍSÍ. ÍSÍ hefur yfirumsjón með öllum íþróttaviðburðum í landinu og veitir upplýsingar um þá á skrifstofutíma. ÍSÍ rekur líka tvö lottó og íþróttahótel í sömu byggingu. Kaffiterían í íþróttamiðstöðinni er opin milli 08:00 og 24:00 á virkum dögum.

KFUM og KFUK
KFUM og KFUK eiga aðsetur við Holtaveg. Þar eru haldnir fundir og fjölskyldusamkomur, skipulagðir fræðslufundir og tónlistar- og tómstundastarfsemi, sem fellur vel að annarri starfsemi í dalnum. Allir, sem leita afþreyingu, fræðslu og góðs félagsskapar eru alltaf velkomnir.

TJALDSTÆÐIÐ
Tjaldsvæði LaugardalTjaldstæðið er við hliðina á sundlauginni. Þar er pláss fyrir 300 tjöld og þjónustumiðstöðin er með ágætum. Þar er hægt að þvo þvott, vaska upp, nota útigrillin eða elda í eldhúsinu. Hægt er að leigja smáhýsi í uppbúnum rúmum fyrir tvo eða fleiri, ef sofið er í svefnpokum. Tjaldstæðisins er gætt allan sólarhringinn á sumrin og gæzlufólkið veitir upplýsingar um ýmiss konar skoðunarferðir.

SKAUTAHÖLLIN
Áður en skautavöllurinn varð að veruleika fór fólk á skauta á tjörninni í Reykjavík. Skautavöllurinn var við lýði í mörg herrans ár áður en skautahöllin var opnuð. Nú er ekki einu sinni þörf á að koma með eigin skauta, því að þeir eru leigðir í höllinni.

FARFUGLAHEIMILIÐ
Farfuglaheimilið LaugardalFarfuglaheimilið hýsir bæði einstaklinga og hópa í tveggja-, fjögurra-,sex- og átta manna herbergjum. Þar er hægt að setjast niður og slappa af í setustofunni, elda í eldhúsinu og borða í borðstofunni eða halda og sækja fundi í fundarsalnum. Morgunverðarhlaðborð stendur einstaklingum og hópum til boða og máltíðir fyrir hópa. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og upplýsingamiðstöð á skrifstofutíma.

ÍÞRÓTTAVELLIRNIR
Laugardalsvöllur uppfyllir öll alþjóðleg skilyrði. Áhorfendapallar taka 7000 manns í sæti og völlurinn er flóðlýstur. KSÍ var ábyrgt fyrir síðustu framkvæmdum við völlinn og hefur nú aðalbækistöðvar þar og annast reksturinn. Valbjarnarvöll nota 3. og 4. deildir knattspyrnuliða til æfinga. Knattspyrna er leikin allt árið á upphituðum gervigrasvelli.

KÖRFUBOLTI, TENNIS OG VEGGBOLTI
Þessir vellir eru við hliðina á gervigrasvellinum og eru opnir öllum án takmarkana. Fólk þarf aðeins að koma með viðeigandi spaða og tæki til að njóta leiksins.

LAUGARDALSHÖLL
Laugardalshollin LaugardalLaugardalshöllin er margnota bygging fyrir ýmiss konar íþrótta- og tónlistarviðburði og vörusýningar.

ÞVOTTALAUGARNAR
Þvottalaugarnar eru rétt hjá Valbjarnarvelli. Þar er saga þeirra rakin í máli og myndum. Þarna þvoðu húsmæður í Reykjavík þvotta sína um aldir. Það er gaman að kynna sér menningarlegt og sögulegt gildi þeirra.

Fjölskyldu-, húsdýra- og grasagarðanna í Laugardalnum er getið sérstaklega annars staðar.

Myndasafn

Í grennd

Íslensku Húsdýrin
Ísland státar ekki af mörgum tegundum villtra dýra miðað við mörg önnur lönd og álfur. Landið er og hefur verið einangrað og einkum vettvangur fugla o…
Reykjavík fleiri skoðunarverðir staðir
Aðalstræti er elsta gata Íslands. Hún er talin hafa verið sjávargata Víkurbænda frá suðurendanum niður í Grófarnaustið. Hún er talin hafa verið sjávar…
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Akurey Alþingishúsið Bessastaðakirkja Bessastaðir – Álftanes …
Tjaldstæði á Höfuðborgarsvæðinu
Tjaldsvæði Almennt er bannað að tjalda í þéttbýlum, nema á merktum tjaldsvæðum. Flest eru opin frá maí og fram í september. Þó má einnig finna nokkur…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )