Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laufáskirkja

Laufáskirkja er í Laufásprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Staðurinn Laufás kemur fljótt við sögu eftir   land byggðist. Kirkjur hafa staðið þar frá fyrstu kristni og voru helgaðar Pétri postula í katólskum sið.

Núverandi kirkja var byggð 1865, 62 m², og rúmar 110 manns í sæti. Yfirsmiður var Tryggi Gunnarsson (Hallgilsstaðir, S.-Þing.) og verkstjóri og aðalsmiður Jóhann Bessason, bóndi að Skarði í Dalsmynni.

Meðal merkra gripa kirkjunnar er prédikunarstóllinn, sem ber ártalið 1698. Á honum eru útskornar myndir guðspjallamannanna fjögurra og Kristur konungur fyrir miðju með ríkiseplið í vinstri hendi. Fangamark séra Geirs Markússonar, sem var prestur í Laufási á þessum tíma, er efst á stólnum.

Tryggvi Gunnarsson gróðursetti reynivið, sem stendur við austurgafl kirkjunnar á leiði foreldra sinna. Séra Björn Halldórsson var aðalhvatamaður byggingar kirkjunnar 1865. Hann lét einnig byggja upp bæinn á árunum 1866-1870.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Laufás
Prestssetrið og kirkjustaðurinn Laufás stendur sunnan við Dalsmynni, þar sem Fnjóská rennur til sjávar. Austan bæjar er Laufáshnjúkur og frá bæjarstæð…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )