Langavatn er í Staðarsveit í Snæfellsnessýslu. Það er 0,8 km², dýpst 4 m og er í 12 m hæð yfir sjó. Ekkert vatn rennur til þess á yfirborði en úr því rennur Kræknalækur til sjávar. Þjóðvegur nr. 54 og Ölduhryggur liggja sunnan vatnsins, en hann er forn sjávarkambur. Talsvert er af fiski í vatninu, allgóður urriði, 2-3 pund. Vegalengdin frá Reykjavík er um 195 km og 80 frá Borgarnesi.