Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Langavatn Egilsstaðir

langavatn egisstadir

Langavatn á Héraði
Langavatn er skemmtilegt veiðivatn staðsett í Norður Múlasýslu. Vatnið er í um 108 metra yfir sjávarmáli. Vatnið er steinsnar frá Egilstöðum og því upplagt að renna fyrir fisk þar þegar farið er um svæðið. Aðgengi er gott og fært öllum bílum en þó ekki á vorin á meðan frost er að fara úr jörðu. Bæði urriði og bleikja veiðist í vatninu og er veiðin talin best fyrripart sumars. Vænn fiskur veiðist í vatninu eða allt að sex pund en mest eru þetta góðir matfiskar um 1,5 -2 pund. Umhverfið er ægifagurt og margt að skoða og sjá á svæðinu. Ýmsar sögur eru til af svæðinu og er ein þeirra af henni Staffells Möngu en hún var kona sem drukknaði í Langavatninu og gekk svo aftur og fylgdi Staffellingum og gerði vart við sig áður en þeir komu á aðra bæi. Frá henni segir áreiðanlega í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar.

Vegalengd frá Reykjavík er um 630 km og um 8 km fá Egilsstöðum. Beygt er inn Fellaveg af þjóðveginum og ekið þar um 15 km, þaðan beygt til vinstri og þá eru um 500 metrar að vatninu

Fish Partner:

Veiðitímabil:
Ísa leysir- 30. september
Meðalstærð:
2 pund
Leyfilegt agn:
Fluga, maðkur, spún
Veiðibúnaður:
Einhenda #4-6
Bestu flugurnar:
Straumflugur, púpur og þurrflugur
Húsnæði:
Aðgengi:
Fólksbílafær
Veiðisvæðið
Svæðið sem heimilt er að veiða á er vesturbakki í landi Staffells og skulu veiðimenn virða mörkin. Sjá betur á korti.

Veiðitími
Heimilt er að veiða frá því að ís leysir og til og með 30. september. Veiði er heimil allan sólarhringinn.

Reglur
Veiðimenn skulu gera grein fyrir sér með því að hringja eða senda skilaboð til veiðivarðar. Einnig skal láta hann vita af aflabrögðum að veiði lokinni. Hundar leyfðir: Já, passa skal að hafa þá innan sjónmáls. Notkun báta: Kajak og bellý bátar leyfðir en ekki stærri báta. Netaveiði: Nei Tjalda: Ekki heimilt vegna friðaðs skóglendissvæðis en stutt er í skipulögð tjaldsvæði við Egilsstaði Umsjónarmaður/veiðivörður: Eiríkur Egill Sigfússon. S: 863 5616

Myndasafn
Veiðileyfi
Öll verð miðast við eina stöng

 

Myndasafn

Í grennd

Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Golfklúbbur Fljótdalshéraðs
Golfklúbbur Fljótdalshéraðs Ekkjufellsvöllur Á Fljótsdalshéraði er einn 9 holu golfvöllur rekinn af golfklúbbi Fljótsdalshéraðs. Golfvöllurinn heitir…
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )