Langavatn er á Tvídægru í Þverárhlíðarhreppi í Mýrarsýslu. Það er 1,7 km², grunnt og gruggast gjarnan og í 413 m hæð yfir sjó. Langavatnslækur rennur úr því til Kjarrár. Gönguleið að vatninu er löng og erfið vegna mýrlendis. Þar er bleikja og urriði, allgóður fiskur og eitthvað af laxi, þegar líður á sumar. Leitarmannakofar eru víða á þessum slóðum.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 190 km.