Langadalsá tínist til úr ýmsum lækjum og giljum á leið sinni til sjávar í Djúpinu. Veidd með tveimur stöngum og er geysilega vinsæl, enda löng, fjölbreytt, falleg og aðgengileg. Drjúg bleikjuveiði samhliða laxveiðinni laðar einnig að. Sumarlaxveiðin er oftast á bilinu 100 til 200 laxar.