Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Langá á Mýrum

Ein mesta laxveiðiá landsins og löng eins og nafnið gefur til kynna. Áin á upptök sín í Langavatni á  og er við ósinn vatnsmiðlunarstífla, sem jafnar út rennsli árinnar yfir sumartímann. Tólf stangir eru leyfðar í ánni og oftast er talað um þrjú meginsvæði. Neðsta svæðið, sem kennt er við Langárfoss og Ánabrekku, miðsvæðið, sem kennt er við Jarðlangsstaði og Stangarholt og loks Fjallið, sem kennt er við Grenjar og Litla Fjall.

Lengst af hefur áin verið leigð út í þessum bútum, en framtíðin verður að áin verði ein heild. Hefur hún verið leigð þannig út í fyrsta sinn,  Mikil fiskvegagerð hefur verið í Langá síðustu árin og er hún nú laxgeng alveg að Langavatni. Allra síðustu árin hefur ræktun þar efra byrjað að skila sér og laxar sést, veiðst og hrygnt. Þar er mikil silungsveiði, sem gæti dalað við innrás laxins.

 

Myndasafn

Í grennd

Borg á Mýrum
Prestsetrið og kirkjustaðurinn Borg stendur við botn Borgarvogs, norðan og austan Borgarness. Í   katólskum sið var kirkjan helguð Mikael erkiengli. K…
Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )