Landpóstur var embættismaður sem fyrrum annaðist póstferðir á Íslandi. Landpóstar fóru milli bæja á póstsvæði sínu með lest klyfjahesta og höfðu póstlúður til að láta vita af komu sinni. Landpóstar voru þekktir menn á sínum tíma vegna þeirra harðinda og erfiðleika sem þeir urðu við að etja á ferðum sínum. Titillinn landpóstur er enn notaður, en er hafður um þá sem bera út póst í strjálum sveitum. [1]
Samkvæmt tilskipun frá árinu 1776 skyldu landpóstur fara þrisvar á ári þrjár póstleiðir þ.e. frá Suður-Múlasýslu, Þingeyjarsýslu og Ísafjarðarsýslu til Suðvesturlands. Fyrsta ferð landpóstar var farin 1782. Frá árinu 1786 skyldu vera fjórir aðalpóstar og tveir aukpóstar. Hlutverki landpósta lauk upp úr 1900 með bættum samgöngum.
Hannes á Núpsstað var bóndi og landpóstur. Hann fór með póst yfir Skeiðarársand í öllum veðrum, allan ársins hring.
Minnisvarði um landpósta er við N1 þjónustumiðstöð í Hrútafirði