Landakirkja er í Vestmannaeyjaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún var byggð úr steini á árunum 1774-1778 og er þarmeð þriðja elzta steinkirkjan á Íslandi á eftir Viðeyjarkirkju frá 1759 og Dómkirkjunni á Hólum frá 1763.
Arkitekt kirkjunnar var Georg David Anthon, sem var aðstoðarmaður og lærisveinn Niels (Nicolai) Eigtveds, sem var kunnast arkitekt og hallar smiður Dana á þeim tíma. Margt dýrmætra muna er í kirkjunni, s.s. hljómfagrar kirkjuklukkur frá 1619 og 1743, 16 arma ljósahjálm frá 1662 og altarisstjaka frá 1642. Landakirkja þykir góð til áheita.