Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Lágafellskirkja

Lágafellskirkja er í Mosfellsprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi.

Saga Lágafellskirkju hefst með   konungsbréfi frá árinu 1774 þar sem skipað var að  lagafellskirkja sameina Mosfells- og Gufunessóknir í eina. Þessi tilskipun var afturkölluð tveim árum síðar. Hugmyndin kom fram aftur rúmri öld síðar eða 1886 þegar Magnús Stephensen, landshöfðingi, gefur út tilskipun um að sameina sóknirnar og leggja af kirkjurnar á Mosfelli og í Gufunesi en reisa nýja kirkju á Lágafelli.

Vorið 1889 var risin ný kirkja á Lágafelli og vígð. Hún er timburkirkja á steingrunni. Yfirsmiður var Hjörtur Hjartarson. Miklar endurbætur og viðgerðir hafa farið fram á kirkjunni síðar, þær mestu 1956 þegar kirkjan var lengd um 3 metra og kórnum bætt við. Auk þess var gert við hana skrúðhús norður úr kórnum. Settir voru nýir bekkir, sem enn eru. Þeir hafa nú verið bólstraðir. Árið 1989 var skrúðhúsið stækkað og skrúðhússal bætt við (Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson). Kirkjan tekur 160-180 manns í sæti. Var kirkjan endurvígð að þessum aðgerðum loknum.
Lágafellskirkja var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursávæði 1. mgr. 36 gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Suðvesturlandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli landshluta. Á þessum vef fer skiptingin ekki efti…
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Akurey Alþingishúsið Bessastaðakirkja Bessastaðir – Álftanes …
Úlfarsá
Þetta er lítil spræna innan borgarmarka Reykjavíkur. Hún er frárennsli Hafravatns og fellur hún til sjávar fyrir norðan Grafarvog. Neðarlega í henni e…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )