Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kvíabryggja

Kvíabryggja var vistheimili, sem Reykjavíkurborg rak vegna manna, sem stóðu ekki í skilum með   barnameðlög. Þeirri starfsemi var hætt og nú hýsir Kvíabryggja afbrotamenn, sem hafa hlotið fyrsta fangelsisdóm sinn.

Kvíabryggja var aðalútgerðarstöðin við Grundarfjörð áður en lendingarbætur voru gerðar í Grafarnesi, þar sem kauptúnið er núna. Þéttbýli fór að myndast snemma á 20. öld og flestir íbúar Kvíabryggju fluttust þangað, þegar Hraðfrystihús Grundarfjarðar tók til starfa 1942.

Nú er spurningin: Hvern er átt við í neðangreindri vísu? Hún er svolítið leirblönduð, en það er við vel við hæfi.

Í steina hegg og slæ
við fjörðinn úfinn sæ
og veit hvað ég syng
enda kominn á þing.

Myndasafn

Í grend

Grundarfjörður
Grundarfjörður er sérlega fagur fjörður, umluktur fjöllum á þrjá vegu, sem eiga vart sinn líkan að fjölbreytni, og er þar Kirkjufell mest ...
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Akrafjall ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )