Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kvíabryggja

Kvíabryggja var vistheimili, sem Reykjavíkurborg rak vegna manna, sem stóðu ekki í skilum með   barnameðlög. Þeirri starfsemi var hætt og nú hýsir Kvíabryggja afbrotamenn, sem hafa hlotið fyrsta fangelsisdóm sinn.

Kvíabryggja var aðalútgerðarstöðin við Grundarfjörð áður en lendingarbætur voru gerðar í Grafarnesi, þar sem kauptúnið er núna. Þéttbýli fór að myndast snemma á 20. öld og flestir íbúar Kvíabryggju fluttust þangað, þegar Hraðfrystihús Grundarfjarðar tók til starfa 1942.

Nú er spurningin: Hvern er átt við í neðangreindri vísu? Hún er svolítið leirblönduð, en það er við vel við hæfi.

Í steina hegg og slæ
við fjörðinn úfinn sæ
og veit hvað ég syng
enda kominn á þing.

Myndasafn

Í grend

Grundarfjörður
Grundarfjörður er sérlega fagur fjörður, umluktur fjöllum á þrjá vegu, sem eiga vart sinn líkan að fjölbreytni, og er þar Kirkjufell mest áberandi. Sa…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Akrafjall Akrakirkja Akraneskirkja Akureyjar (Skarðsströnd) Akureyjar í Helgafell…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )