Kvíabryggja var vistheimili, sem Reykjavíkurborg rak vegna manna, sem stóðu ekki í skilum með barnameðlög. Þeirri starfsemi var hætt og nú hýsir Kvíabryggja afbrotamenn, sem hafa hlotið fyrsta fangelsisdóm sinn.
Kvíabryggja var aðalútgerðarstöðin við Grundarfjörð áður en lendingarbætur voru gerðar í Grafarnesi, þar sem kauptúnið er núna. Þéttbýli fór að myndast snemma á 20. öld og flestir íbúar Kvíabryggju fluttust þangað, þegar Hraðfrystihús Grundarfjarðar tók til starfa 1942.
Nú er spurningin: Hvern er átt við í neðangreindri vísu? Hún er svolítið leirblönduð, en það er við vel við hæfi.
Í steina hegg og slæ
við fjörðinn úfinn sæ
og veit hvað ég syng
enda kominn á þing.