Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kvíabekkjarkirkja

Ólafsfjarðar er í Ólafsfjarðarprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Kvíabekkur er bær og  í Ólafsfirði.  Prestssetrið var flutt þaðan til Ólafsfjarðar. Katólskar kirkjur þar voru helgaðar Ólafi helga Noregskonungi. Kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1892. Árið 1889 var reist þar vegleg kirkja en hún fauk í illviðri 1892.

Söfnuðurinn var fátækur en engu að síður var önnur kirkja reist strax úr viðun hinnar foknu. Hún er lágreistari og mjórri en hin fyrri. Ólafsfjarðarkirkja var byggð úr steinsteypu árið 1915 og þá lagðist þjónusta af á Kvíabekk. Ekki voru allir sáttir við þá þróun og kirkjan var endurbætt verulega og síðan var hún endurvígð 29. júní 1958. Þórður Jónsson, bóndi frá Þóroddsstöðum, gaf kirkjunni skírnarsá, sem hann smíðaði sjálfur.

Kirkjan var stækkuð til vesturs árið 1969, þar sem skrúðhúsið og stigi upp á söngloft er nú. Samtímis var smíðaður nýr turn. Kirkjan var plastklædd 1975 og máluð að innan 1977. Það verk annaðist Kristinn G. Jóhannsson, skólastjóri og listamaður. Hann málaði líka nýja altaristöflu með sérstæðu sniði. Hún sýnir störfin á Ólafsfirði til sjávar og sveita, skipið og túnið annars vegar og hins vegar kirkjurnar í byggðinni og fyrir miðju er Jesús, sem tengir allt saman.

Lárentíus Kálfsson, Hólabiskup, stofnaði spítala fyrir presta á Kvíabekk í kringum 1330. Hann var nokkurs konar elli- og örorkuhæli fyrir presta, eitt hið fyrsta sinnar tegundar á landinu.

Myndasafn

Í grennd

Ólafsfjörður
Ólafsfjörður er kaupstaður við samnefndan fjörð, sem gengur inn úr Eyjafirði. Þar er góð hafnaraðstaða og er fiskvinnsla og útgerð aðalatvinnuvegirnir…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )