Kvennabrekkukirkja er í Hjarðarholtsprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Hún var byggð úr steinsteypu og vígð 1924. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Maríu guðsmóður og Jóhannesi postula.
Útkirkja var á Vatnshorni. Kvennabrekkukirkja var lögð af 1871 og flutt til Sauðafells. Árið 1919 var ákveðið að flytja hana aftur að Kvennabrekku.