Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Krosskirkja

Í Landeyjum
Byggingarár: 1850.

Hönnuður: Talinn vera Halldór Guðmundsson forsmiður í Strandarhjáleigu.

Breytingar: Í öndverðu var kirkjan klædd slagþili og rennisúð en var síðar klædd bárujárni.

Árið 1934 var kirkjan klædd að innan með krossviði, smíðuð í hana hærri hvelfing en verið hafði, setuloft stytt, þil gert um altaristöflu og forkirkja þiljuð af framkirkju.[2]

Hönnuðir: Ókunnir.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Krosskirkja er timburhús, 12,67 m að lengd og 6,05 m á breidd. Á krossreistu þaki upp af framstafni er ferstrendur turn með risþaki. Skásettur gluggi með fjögurra rúðu ramma er á framstafni turns. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar og einn á framstafni yfir kirkjudyrum. Í þeim er miðpóstur og tveir átta rúðu rammar. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir.

Forkirkja er stúkuð af framkirkju. Vængjahurðir eru að framkirkju og inn af þeim er gangur og bekkir hvorum megin hans. Í framkirkju sunnan megin forkirkju er stigi til setulofts yfir fremsta hluta kirkjunnar. Á miðjan kórgafl hvorum megin altaris er klætt þil, bogadregið að ofan, sem altarisbrík er felld inn í. Afþiljað skrúðhús er sunnan altaris. Veggir eru klæddir krossviðarplötum og yfir kirkjunni er reitaskipt stjörnusett hvelfing stafna á milli.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Kirkjur á Suðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Akureyjarkirkja Árbæjarkirkja Ásólfsskálakirkja Ásólfsskáli Bræðratungukirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )