Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Krókavatn

Veiði á Íslandi

Krókavatn er við veg 944, 2 km norðaustan Lagarfossvirkjunar í Hjaltastaðaþinghá á Héraði. Vatnið er   0,8 km², mesta dýpi 15 m og það er í 30 m hæð yfir sjó.

Leyfðar hafa verið 2 stengur á dag. Panta þarf veiðileyfi með fyrirvara. Umhverfis vatnið er mýrlendi með miklu og áhugaverðu fuglalífi. Ganga þarf í u.þ.b. 20 mínútur frá þjóðvegi að veiðistöðum. Eingöngu er urriði, 1-6 pund, í vatninu, sem hefur frárennsli til Lagarfljóts.

Vegalengdin frá Reykjavík er 720 km og um 35 km frá Egilsstöðum.

Myndasafn

Í grennd

Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )