Krókavatn er við veg 944, 2 km norðaustan Lagarfossvirkjunar í Hjaltastaðaþinghá á Héraði. Vatnið er 0,8 km², mesta dýpi 15 m og það er í 30 m hæð yfir sjó.
Leyfðar hafa verið 2 stengur á dag. Panta þarf veiðileyfi með fyrirvara. Umhverfis vatnið er mýrlendi með miklu og áhugaverðu fuglalífi. Ganga þarf í u.þ.b. 20 mínútur frá þjóðvegi að veiðistöðum. Eingöngu er urriði, 1-6 pund, í vatninu, sem hefur frárennsli til Lagarfljóts.
Vegalengdin frá Reykjavík er 720 km og um 35 km frá Egilsstöðum.