Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Krókavatn

Krókavatn er á Fellsheiði, 5 km frá botni Finnafjarðaar inn af Bakkaflóa. Eins og Þernuvatn er það á sýslumörkum. Það er 0,56 km², nokkuð djúpt og í 166 m hæð yfir sjó. Veiðileyfin gilda aðeins í hluta þess, sunnan við Lambatanga. Krókavatnsá fellur úr því til Finnafjarðar. Hámarksstangafjöldi á dag er 6.

Þarna veiðist vatnableikja og urriði að jöfnu. Bezt er að veiða í stilltu veðri frá syðri bakka vatnsins. Við vatnið er hús, sem er gott að nota, þegar kalt er í veðri. Þjóðbraut lá áður rétt norðan vatnsins en nú er þjóðvegurinn allfjarri.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 650 km og 20 km frá Þórshöfn.

Myndasafn

Í grennd

Bakkafjörður
Kauptúnið Höfn er yzt við Bakkafjörð austanverðan. Kauptúnið er yfirleitt nefnt Bakkafjörður og varð löggiltur verslunarstaður árið 1885. Atvinnulíf b…
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )