Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Krafla

Krafla virkjun

Nafnið á fjallinu, sem heitir Krafla, hefur teygzt út yfir háhitasvæðið suðvestan þess eftir tilkomu  virkjunarinnar frá 1974. Leirhnjúkur er á syðsta hluta 40 km langs og allt að 15 km breiðs sprungubeltis, sem gaus níu sinnum á árunum 1975-1984 og kallast Gjástykki. Meðaldýpt borholna á Kröflusvæðinu er 2000 m. Þær eru fóðraðar niður á 700 – 1000 m dýpi.

Sjálfsuða gufuþrýstingsins frá gufuskiljunum í gráu byggingunni skilar 7,7 loftþyngdum til hverflanna í rauðu byggingunni og framleiðslugeta virkjunarinnar er u.þ.b. 60 MW. Virkjunin tengist byggðalínunni og Kísiliðjan er beintengd henni. Hún stendur í stórri öskju, sem er 20 km löng frá vestri til austurs og 8 km breið frá norðri til suðurs. Í upphafi Mývatnselda hinna fyrri 1724-1729 varð gígurinn Víti í hlíðum Kröflu til við sprengigos.

Vegna Mývatnselda II, sem hófust 1974, og jarðhræringa tengdum þeim, eyðilögðust allar borholur virkjunarinnar, þannig að ekki var hægt að taka hana í notkun fyrr en í janúar 1979 með fjórðungs til hálfum afköstum. Austan virkjunarinnar og sunnan Kröflufjalls er fjallshryggur, sem kallast Hrafntinnuhryggur. Svæðið býður upp á margar skemmtilegar og mislangar gönguferðir um ævintýralegt landslag, s.s. á Leirhnjúk, upp á Kröflu og Hrafntinnuhrygg, niður að Mývatni norðaustanverðu o.fl. leiðir.

Fyrir þá sem vilja rifja upp Kröfluelda og fl.

Myndasafn

Í grennd

Eldgos á Íslandi
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Gönguleiðir við Mývatn
Göngluleiðir eru margar og fjölbreyttar við Mývatn. Hér fylgja stuttar lýsingar á helzt leiðum, sem eru merktar. Upplýsingarnar hér eru byggðar á bækl…
Jarðfræði Hálendið
Jarðfræði hálendið á Íslandi Dyngjufjöll Dyngjufjöll eru mikið fjallabákn (600 km²) í sunnanverðu Ódáðahrauni. Vesturhluti þeirra klofnar um Dyngjuf…
Jarðfræði Norðurland
Hverfjall myndaðist á 2 - 3 sólarhringum fyrir 2500 árum og varð eins og það er vegna þess, að gosið var í stöðugri snertingu við grunnvatn. Hæðarspo…
Mývatn
Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn landsins. Í því er góð silungsveiði, sem bændur við vatnið stunda allt árið. Mývatn er heimsfrægt fyrir fjölbreytt …
Virkjanir á Íslandi, ferðast og fræðast
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )