Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kollafjarðarneskirkja, Strandir

Kollafjarðarneskirkja er í Hólmavíkurprestakalli í Húnavatnaprófastsdæmi. Kollafjarðarnes er  og bær við norðanverðan Kollafjörð.

Árið 1907 voru Fells- og Tröllatungusóknir sameinaðar Kollafjarðarnesi, þar sem prestar sátu um árabil. Árið 1950 var þessi sókn lögð til Staðar í Steingrímsfirði og hefur verið þjónað frá Hólmavík síðan.

Núverandi kirkja í Kollafjarðarnesi var byggð úr steinsteypu og vígð 5. september 1909. Kaleikur og patina kirkjunnar eru frá 1711. Hún hefur ljóskross á stöpli og á allstóra altaristöflu (Kristur í grasagarðinum) eftir A. Dorph. Á austurvegg er tafla með kvöldmáltíðinni, máluð á tré og komin úr Fellskirkju. Á vængjum hennar eru áletranirnar H.Í.S. (Halldór Bjarnason, sýslumaður) og A.B.D. (Ástríður Bjarnadóttir). Hjónin gáfu Fellskirkju töfluna árið 1758.

Myndasafn

Í grennd

Hólmavík
Hólmavík er kauptún við Steingrímsfjörð en þar er verzlunar- og þjónustumiðstöð fyrir Hornstrandir og hefur verið frá síðari hluta 19. aldar. Elzta hú…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )