Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kleppavatn- Fiskivatn

Veiði á Íslandi

Þessi vötn tilheyra Hvítársíðu í Mýrarsýslu. Kleppavatn er 0,76 km², grunnt og í 398 m hæð yfir sjó. Fiskivatn er litlu norðar og fær afrennsli Kleppavatns. Það er 0,73 km ², grunnt og í 395 m hæð yfir sjó. Bæði urriði og bleikja er í vötnunum. Meðalstærðin er 1-2 pund. Netaveiði er engin og hámarksfjöldi stanga á dag er 12. Leiðin til þeirra er styttri og greiðari en til margra annarra vatna á heiðinni. Farið er út af gömlu þjóðleiðinni eftir jeppaslóð vestur yfir Norðlingafljót að Fiskivatni og síðan er jeppaslóð á milli vatnanna. Vegalengdin frá Reykjavík er 187 km.

Veiðileyfi Kalmansunga:
Sími 435-

Myndasafn

Í grennd

Arnarvatnsheiði og Tvídægra veiðivötn
Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru heiðarflæmi, sem þekja norðvestuhluta meginhálendisins. Þar eru vötnin sögð óteljandi líkt og hólarnir í Vatnsdal og e…
Hálendisveiði
Hálendisveiði skiptist í 5 veiðisvæði. Þannig er best að velja svæði og síðan hvernig farið er þangað hér að neðan. Þessi svæði eru Arnarvatnsheiði…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )