Kjaransvík, Hlöðuvík og Hælavík eru kallaðar Víkurnar. Þær eru á milli Kjalárnúps í Almenningum og Hælavíkurbjargs. Kjaransvík er vestust og milli hennar og Hlöðuvíkur er Álfsfell, sem hægt er að ganga fyrir í fjörunni. Vestan Kjaransvíkurár, við Álfsfell, má enn þá geina rústir Kjaransvíkurbæjarins. Kjalárnúpur austan víkurinnar steypist þverhníptur í sjó og neðan hans eru berggangarnir Langikambur og Teigarkambur. Skammt þaðan er eyðibýlið Teigarkambur.
Gönguleiðir liggja upp á Kjalárnúp, til Fljótavíkur um Almenninga eða Þorleifsskarð, og um Kjaransvíkurskarð að Innri-Hesteyrarbrúnum og eftir þeim til Hesteyrar við Hesteyrarfjörð (vel merkt leið).