Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kjaransvík

Kjaransvík

Kjaransvík, Hlöðuvík og Hælavík eru kallaðar Víkurnar. Þær eru á milli Kjalárnúps í Almenningum og Hælavíkurbjargs. Kjaransvík er vestust og milli hennar og Hlöðuvíkur er Álfsfell, sem hægt er að ganga fyrir í fjörunni. Vestan Kjaransvíkurár, við Álfsfell, má enn þá geina rústir Kjaransvíkurbæjarins. Kjalárnúpur austan víkurinnar steypist þverhníptur í sjó og neðan hans eru berggangarnir Langikambur og Teigarkambur. Skammt þaðan er eyðibýlið Teigarkambur.

 Gönguleiðir liggja upp á Kjalárnúp, til Fljótavíkur um Almenninga eða Þorleifsskarð, og um Kjaransvíkurskarð að Innri-Hesteyrarbrúnum og eftir þeim til Hesteyrar við Hesteyrarfjörð (vel merkt leið).

Myndasafn

Í grennd

Norðurfjörður
Norðurfjörður Ferðavísir Hornbjarg hut  <Ingolfsfjördur 9 km– Norðurfjörður-> Gjögur 16 km Norðurfjörður er vík norðan Trékyllisvíkur með sam…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )