Fyrrum stórbýli í Höfnum, útkirkjustaður í Grindavíkurprestkalli frá 1907 en var áður alllengi þjónað frá Útskálum. Enn fyrr var Kirkjuvogi þjónað frá Hvalsnesi. Kirkja í Kirkjuvogi var helguð Maríu guðsmóður í kaþólskum sið.
Í illviðrinu mikla í ársbyrjum 1799 skemmdist kirkjuhúsið mikið.