Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kaupangskirkja

Kaupangskirkja er í Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Kaupangur er bær og kirkjustaður   í Kaupangssveit, suðaustan Akureyrar. Ekki er ljóst, hve lengi þar hefur staðið kirkja, en hennar er þó getið í Auðunnarmáldaga árið 1318. Þar var fyrrum útkirkja frá Hrafnagili og katólskar kirkjur staðarins voru helgaðar Maríu guðsmóður og Ólafi helga Noregskonungi.

Steinkirkjan, sem nú stendur, var vígð 1922 og tekur 90 manns í sæti. Gengið er inn í kirkjuna á norðvesturhorni. Hún á altaristöflu eftir Þórarin B. Þorláksson, listmálara og gamla brík frá 17. öld. Byggingarmeistari hennar var Sveinbjörn Jónsson, sem síðar var kenndur við Ofnasmiðjuna í Reykjavík. Hún var hlaðin úr r-steini og er sérstök vegna stöðu turnsins. Hún var endurnýjuð að innan árið 1988.

Myndasafn

Í grennd

Akureyri, ferðast og fræðast
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )