Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kapelluhraun

Kapelluhraun, líka nefndt Nýjahraun, er úfið og gróðursnautt milli Hafnarfjarðar og Staums. Talið er að  það hafi runnið snemma á sögulegum tíma (1010-1020). Í hrauninu, sunnan við Reykjanesbrautina, beint á móti álverinu í Staumsvík er lítið byrgi, hlaðið úr hraungrýti, sem nefnist Kapella. Árið 1950 fannst þar við uppgröft lítið líkneski heilagrar Barböru. Talið er, að þarna hafi verið bænhús ferðamanna í kaþólskum sið. Á síðustu árum hefur mikið efni verið tekið úr hrauninu í húsgrunna og götur á Stór-Reykjavíkursvæðinu og það sléttað. Hraunhóllinn með kapellunni hefur verið látinn ósnortinn og er nú friðlýstur. Skammt sunnan hans er Straumsvík.

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…
Straumsvík
Straumsvfík er sunnan Hafnarfjörð, gengt Straumi. Þar var verslunarhöfn á miðöldum og þangað sigldu þýzkir kaupmenn. Árið 1966 var samþykkt á Alþin…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )